Hugbúnaður & lausnir fyrir ferðaþjónustuna

Heildarlausn fyrir ferðaþjónustuna

Lausnir frá Corivo auka arðsemi og rekstrarhagkvæmni fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu

Corivo er fyrir:

Ferðaskrifstofur
Ferðaskipuleggjendur
Hótel / gistirými / íbúðir
Bílaleigur
Ferðaþjónustuvörur

Sjálfvirkni í bakvinnslu

Okkar lausnir eru skalanlegar og nýtast langflestum ferðaþjónustuaðilum til að stjórna skilvirku vöruframboði, markaðssetningu og sölu á netinu og í beinni sölu.

Vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðila
Flugferðir
Gistirými
Bílaleiguumsjón
Hópferðaskipulagningu
Túrista og gjafavörusölu
Pakkaferðaumsjón
Greiðslumiðlun
Þjónustukerfi

Corivo Sérlausnir

Við hjá Corivo erum með mikla þekkingu og reynslu í að ráðleggja viðskiptavinum okkar varðandi margskonar ferðaþjónustulausnir í hugbúnaðarþróun. Við höfum sérþekkingu á:

Sérlausnum
Kerfistengingum
Greiðslugáttum
Sjálfvirkum fjárhagsbakvinnslum
Samfélagsmiðlum
Þjónustugáttum
API tengingum
Snjalllausnum
POS lausnum
Afbragðs þjónusta

Við bjóðum upp á 24/7 tækniþjónustu

Um Okkur

Um Okkur

Árni Gunnar Ragnarsson

Þróunarstjóri / Meðstofnandi Corivo
„Við byrjuðum í hugbúnaðargerð árið 2002 og síðan þá höfum við þróað hugbúnaðarlausnir fyrir mörg af öflugustu og framsæknustu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Við höfum alveg frá stofnun einbeitt okkur að þróun á skilvirkum hugbúnaðarlausnum fyrir krefjandi markað í örum vexti. Nú á þessu ári munum við bjóða viðskiptavinum okkar upp á enn fleiri nýjungar í Corivo hugbúnaðarsvítunni sem m.a. munu auka sjálfvirknivæðingu í tilboðsgerð ásamt sjálfvirkum bakvinnslutenginum fyrir stærstu fjárhagskerfin á markaðnum. Markmið okkar er að auka arðsemi í ferðaþjónustu!“

Umsagnir viðskiptavina

Snorri Henrysson
Yfirmaður tölvudeildar Iceland Travel
Iceland Travel hefur frá árinu 1937 verið eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Við höfum átt mjög farsælt samstarf með starfsfólki Corivo í sérhæfðri ráðgjöf við innleiðingu hugbúnaðarkerfa og samþættingu innri kerfa með það að markmiði að auka sjálfvirkni og hagkvæmni í okkar rekstri.
Ásgeir Örn Þorsteinnsson
Sölu- og markaðsstjóri Ernis
Við hjá flugfélaginu Erni höfum notað hugbúnaðarlausnir frá Corivo í okkar rekstri síðan árið 2010, hagræðing okkar hefur aukist mikið á því tímabili. Corivo ferðaþjónustukerfið gerir okkur kleift að halda vel utan um öll okkar flug, ferðapakka fyrir túrista og allar farþega upplýsingar ásamt upplýsingum um viðskiptavini. Corivo ferðaþjónustukerfið gefur okkur góða yfirsýn yfir okkar rekstur. Ég hef átt mjög gott samstarf við Corivo og þjónustan þeirra er til fyrirmyndar.

Ertu með spurningar?

Okkar sérfræðingar eru með svörin

Við leggjum mikið upp úr því að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og erum ávallt reiðubúnir að svara spurningum um bestu mögulegu hugbúnaðarlausnirnar fyrir þitt ferðaþjónustufyrirtæki. Við hjá Corivo veitum ráðgjöf um næstu skref í átt að réttri ákvörðunartöku um fjárfestingu í hugbúnaðar- og upplýsingatæknilausnum.

+354 415 00 00

Thank you for your email!